KENNARAR 2023

Chrissie Telma Guðmundsdóttir
Listrænn stjórnandi
Chrissie Telma Guðmundsdóttir er stjórnandi og stofnandi námskeiðsins Fiðlufjör. Hún lauk B.Mus gráðu undir handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur og Guðnýjar Guðmundsdóttur árið 2014. Chrissie lauk meistaragráðu í fiðluleik frá Arizona undir handleiðslu prof. Danwen Jiang. Hún hefur lokið fullgildum kennsluréttindum til Suzuki kennslu undir handleiðslu fyrrum Suzuki kennara síns á yngri árum, Lilju Hjaltadóttur.
Chrissie hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Áhugamanna.
Hún er meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, heldur reglulega einleikstónleika ásamt píanóleikaranum Einari Bjarti um land allt ásamt því að leiða strengjasveitina Íslenska Strengi.
Chrissie er mjög virk í íslensku tónlistarlífi og tekur þátt í ýmsum verkefnum tengdum tónlistinni eins og tónleikum í ýmsum geirum, trúlofunum, brúðkaupum, Eurovision, sjónvarpsþáttum, tónlistarmyndböndum og kvikmyndum.
Chrissie hefur starfað sem fiðlukennari við Allegro Suzukitónlistarskólann, Nýa Tónlistarskólann og Tónlistarskóla Rangæinga.

Helga Steinunn Torfadóttir
Fiðlukennari
Helga Steinunn Torfadóttir er fædd 1969. Hún hóf fiðlunám sitt 9 ára gömul. Hún lærði hjá Lilju Hjaltadóttur við Tónlistarskólann á Akureyri 1985-90. Var nemandi Bryndísar Pálsdóttur og Guðnýjar Guðmundsdóttur við Tónlistarskólann í Reykjvík 1990-95 þar sem hún lauk bæði Burtfarar og Kennaraprófi.
Helga var við nám hjá Elisbeth Zeuthen Schneider dósent við Konunglega Konservatoríið í Kaupmannahöfn. Hún hefur lært Suzuki-kennslufræði undir handleiðslu Tove Detrekoy, Lilju Hjaltadóttur og Jaenne Jansen. Hún hlaut 5. stig árið 2009.
Helga Steinunn hefur kennt á fiðlu frá árinu 1992 á Íslandi og í Danmörku. Hún hefur verið virk í tónlistarlífinu. Hún hefur m.a leikið í Sinfóníuhljómsveit Íslands og Hljómsveit íslensku Óperunnar.

Sólrún Gunnarsdóttir
Fiðlukennari
Sólrún hóf fiðlunám sitt sem Suzukinemandi hjá Ásdísi Þorsteinsdóttur Stross sex ára gömul. Hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2007 undir handleiðslu Auðar Hafsteinsdóttur. Þaðan lá leiðin til London í Trinity College of Music, en þar var kennari hennar Gina McCormack.
Eftir að hafa fengið námsstyrk frá skólanum lauk hún þaðan MMus gráðu árið 2009. Sólrún hefur aðhafst margt á tónlistarferli sínum, meðal annars frumflutt fiðlukonsert eftir Hildigunni Rúnarsdóttur ásamt Sinfóníuhljómsveit unga fólksins. Einnig hefur hún spilað tónlist í fjölmörgum stílum, hvort sem það er barokk eða nútímatónlist, jazz, þjóðlög, rokk eða hip hop.
Nú er Sólrún starfandi fiðlukennari, ásamt því að kenna tónfræði, tónlistarsögu og spuna, við Suzukitónlistarskólann í Reykjavík og Landakotsskóla. Hún hefur lokið þremur stigum í Suzukikennslu og er í áframhaldandi kennaraþjálfun með leiðsögn Lilju Hjaltadóttur.

Aðalheiður Matthíasdóttir
Fiðlukennari
Aðalheiður
GESTAKENNARAR 2023

Jan Matthiassen
Gestakennari frá Danmörku - Fiðlukennari
Jan

Dr. Ayisha de Sandino
Gestakennari frá Ameríku - Fiðlukennari
Fiðluleikarinn Ayisha de Sandino er starfandi fiðluprófessor við Meredith College tónlistarháskólann í Raleigh, Norður Karólínu, Bandaríkjunum, þar sem hún kennir bæði við undirbúningsdeild og á háskólastigi. Dr. de Sandino útskrifaðist með Doktorsgráðu í fiðluleik frá Arizona State University og hefur auk þess áralanga reynslu af kennslu á öllum tíu stigum Suzuki bókanna.
Dr. de Sandino stundaði Meistaranám við Háskólann í New Mexico þar sem hún útskrifaðist með tvöfalda meistargráðu, í fiðluleik annars vegar og fiðlukennslu hinsvegar, og hlaut hún hinn eftirsótta Abraham Franck String Quartet Assistanship skólastyrk til námsins. Áður hafði hún útskrifast með láði frá Konservatoríinu í Puerto Rico, þaðan sem hún lauk Bakkalárgráðu í fiðluleik. Dr. Ayisha de Sandino hefur komið fram víðsvegar um heiminn á hinum ýmsu tónlistarhátíðum og tónleikum í Norður- og Suður-Ameríku, Evrópu, Asíu, Ástralíu, Mið-Ameríku sem og víðsvegar um Karabísku eyjarnar. Dr. de Sandino nýtur nú fjölbreytts ferils sem fiðluleikari og kennari bæði í Bandaríkjunum sem og erlendis.
TÓNLISTARSMIÐJA 2023

Sigrún Harðardóttir
Fiðlukennari
Sigrún Harðardóttir hóf Suzuki fiðlunám þriggja ára gömul við Tónskóla Sigursveins. Hún útskrifaðist með B.Mus gráðu í fiðluleik frá Listaháskóla Íslands 2011. Sigrún stundaði framhaldsnám í Berlín og Colorado og útskrifaðist með meistaragráðu í fiðluleik frá Lamont School of Music, University of Denver, vorið 2014 með fyrstu einkunn. Aðal kennari hennar var Linda Wang og hlaut hún fullan skólastyrk. Hún stundaði einnig Suzuki kennaranám við sama skóla hjá Kathleen Spring og lauk 5. stigi Suzukikennara.
Sigrún hefur kennt í ýmsum tónlistarskólum á Íslandi og í Bandaríkjunum, á tónlistarnámskeiðunum Unison Strings á Grænlandi og sumarnámskeiðum íslenska Suzuki sambandsins og Fiðlufjöri.
Sigrún er virkur þáttankandi í íslensku tónlistarlífi, leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands, er stofnmeðlimur kammerhópsins Cauda Collective, er meðlimur Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og strengjakvartettsins Lýru og hefur spilað með tónlistarhópum á borð við Caput, Spiccato og Skark. Hún er eftirsóttur fiðluleikari í hljóðveri, hefur m.a. leikið á hljómplötum með Björk og tónlist Ólafs Arnalds við sjónvarpsþættina Broadchurch sem hlutu Bafta tónlistarverðlaunin. Með Ólafi Arnalds hefur Sigrún ferðast vítt og breytt um heiminn og leikið í tónleikasölum á borð við Elbphilharmonie í Hamburg og Óperuhúsið í Sidney.

Unnur Birna Björnsdóttir
Fiðluleikari og söngkona
Unnur Birna er fiðluleikari, söngkona og lagasmiður með kennarapróf úr tónlistarksóla FÍH. Hún tók framhaldspróf á fiðlu 2005 frá Tónlistarskólanum á Akureyri og framhaldspróf í jazzsöng frá FÍH 2011. Hún hefur starfað sem tónlistarkennari í tónlistar- og grunnskólum á Akureyri og í Reykjavík og kennir nú söng við Tónlistarskóla Rangæinga.
Unnur hefur komið víða við í tónlistarheiminum og spilað með mörgum tónlistarmönnum, allt frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands til Jethro Tull. Í dag spilar hún mest með Birni Thoroddsen gítarleikara og í kirkjuathöfnum og vinnur að sínu eigin efni.
MASTERCLASS 2023

Auður Hafsteinsdóttir
Masterclass
Auður er einn af fremstu fiðluleikurum og fiðlukennurum landsins. Hún er stofnfélagi í Trio Nordica og Caput tónlistarhópnum, og kemur reglulega fram á einleiks- og kammertónleikum innanlands og utan. Auður kennir við Menntaskóla í Tónlist, Tónskóla Sigursveins, og tónlistarskólana í Kópavogi og Grafarvogi. Margir nemenda hennar hafa unnið til verðlauna og stunda nám við erlenda tónlistarháskóla.
Auður útskrifaðist frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, New England Conservatory og University of Minnesota, þar sem hún lauk mastersgráðu sem nemandi hinna virtu hjóna Almitu og Roland Vamos.

Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir Skelton
Masterclass
Geirþrúður Ása hóf fiðlunám aðeins þriggja ára að aldri eftir Suzuki aðferðinni hjá Lilju Hjaltadóttur. Hún lauk fyrstu háskólagráðu í fiðluleik frá Listaháskóla Íslands hjá Auði Hafsteinsdóttur og hélt þaðan til framhaldsnáms í Vínarborg hjá Boris Kuschnir og Routa Kroumovitch í Stetson University í Bandaríkjunum. Geirþrúður Ása útskrifaðist með meistaragráðu í fiðluleik frá Hartt School í University of Hartford, Connecticut árið 2014 undir handleiðslu Anton Miller.
Á námsárunum hlaut Geirþrúður Ása meðal annars námsstyrki frá Fulbright, Menningarsjóð Valitor, Menningarsjóð Glitnis, Minningarsjóð Margrétar og Thor Thors námsstyrk hjá American-Scandinavian Foundation. Geirþrúður Ása kemur reglulega fram á tónleikum og tónlistarhátíðum í Evrópu og í Bandaríkjunum. Þar má nefna tónleika í Scandinavian House í New York og í Washington D.C., Lincoln Center í New York og einleik með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins þar sem hún flutti fiðlukonsert Mendelssohn. Einnig hefur hún komið fram í Hörpu á Sígildum Sunnudögum, Tíbrá tónleikaröðinni í Salnum í Kópavogi og á Myrkum Músíkdögum. Þá kom hún fram á minningartónleikum um Grenfell Tower brunann í Cadogan Hall í London ásamt eiginmanni sínum, Stuart Skelton.
Hún hefur tekið þátt í flutningi kammertónlistar meðal annars með Caput og Kammersveit Reykjavíkur ásamt því að leika með Connecticut Virtuosi kammersveitinni frá 2011-2014. Hún hefur leikið með Hljómsveit íslensku Óperunnar og Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2014. Einnig hefur hún sinnt stöðu gestakonsertmeistara Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands undanfarin misseri. Geirþrúður Ása stofnaði Amaranth dúóið með Christopher Ladd, gítarleikara árið 2015 og hafa þau komið fram meðal annars á tónleikum í Mengi, Nordic Heritage Museum í Seattle, Birkman Hall í Connecticut og í Boston á Artist Series hjá Boston Classical Guitar Society. Þau hafa frumflutt fjölda verka bæði hérlendis og erlendis.
Geirþrúður Ása hefur tekið upp plötur meðal annars með Björk, Ólafi Arnalds, Friðrik Ómari og Halldóri Smárasyni en platan hans, STARA var tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna árið 2020.
Hún hefur einnig unnið náið með Hilmari Erni Hilmarssyni og tekið upp tónlist hans fyrir fjölmargar kvikmyndir síðustu ár.
Geirþrúður Ása hlaut fastráðningu í fyrstu fiðludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2021.

Guðný Guðmundsdóttir
Masterclass
Guðný Guðmundsdóttir gengdi starfi 1. konsertmeistara við Sinfóníuhljómsveit Íslands frá 1974 -2010. Hún leiddi hljómsveitina undir stjórn margra heimsþekktra hljómsveitarstjóra og lék með mörgum frægustu einleikurum og einsöngvurum heims. Auk konsertmeistarastarfsins hefur hún kennt við Tónlistarskólann í Reykjavík í yfir fjóra áratugi og einnig hin síðari ár við Listaháskóla Íslands, þar sem hún var sæmd titli heiðursprófessors vorið 2018. Margir nemenda hennar hafa unnið til alþjóðlegra verðlauna og eru í leiðandi stöðum bæði heima og erlendis.
Hún er einn af stofnendum Tríós Reykjavíkur, sem hefur haldið tónleika vítt og breytt um Ísland auk margra tónleikaferða erlendis. Guðný hefur staðið á tónleikapalli frá sjö ára aldri. Hún hefur komið fram sem einleikari, í kammertónlist og sem gestakennari víða í Bandaríkjunum, Evrópu og einnig Asíulöndum.
Guðný hefur frumflutt á Íslandi nokkra af stærstu fiðlukonsertum 20.aldarinnar og má þá nefna fiðlukonserta eftir Elgar, Stravinsky og Britten. Hún fer reglulega í kennsluferðir erlendis og hefur verið gestaprófessor m.a. í Sviss, á Ítalíu, Bandaríkjunum, Kína og Finnlandi á sl. árum. Á kennsluferðum sínum leitast hún við að kynna íslenska tónlist.
Guðný hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir tónlistarstörf, s.s. Riddarakross hinnar íslensku Fálkaorðu árið 1989 og Menningarverðlaun DV árið 1990. Einnig er hún handhafi gullmerkis F.Í.H. og er heiðursfélagi í F.Í.T. Hún var sæmd gullmerki Tónskáldafélags Íslands í júní 2015 fyrir ötult starf í þágu íslenskrar tónlistar.
Tónlistarmenntun sína hlaut Guðný fyrstu tvö árin við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og síðan við Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu Björns Ólafssonar. Framhaldsnám stundaði hún við Eastman School of Music í Rochester, N.Y. og Juilliard skólann í New York borg þar sem aðalkennarar hennar voru Carroll Glenn og Dorothy DeLay.
MEÐLEIKARAR 2023

Anela Bakraqi
Píanóleikari
Anela Bakraqi hóf píanónám sitt átta ára gömul í Tónmenntaskólanum í Reykjavík hjá Áslaugu Guðmundsdóttur. Árið 2009 byrjaði hún í Tónlistarskólanum í Reykjavík hjá Peter Máté og kláraði þaðan burtfararpróf vorið 2015. Síðan lauk hún B.Mus.Ed gráðu í hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Kristins Arnar Kristinssonar árið 2018.
Sama ár hóf hún meistara nám í klassískum píanóleik í Svíþjóð, Musikhögskolan i Malmö undir handleiðslu Hans Pålsson. Þar kláraði hún master í píanóleik vorið 2020, einnig diplóma gráðu vorið 2021. Samhliða náminu í Sviþjóð hefur Anela unnið sem píanókennari í virtum tónlistarskóla í Lundi, LIMUS Musikskola og í Malmö Musikskola.
Anela hefur tekið þátt í mörgum verkefnum bæði á Íslandi og í Svíþjóð, til að mynda Caput tónlistarhópnum, Strengjasveitum Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólans í Reykjavík, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og í barnóperu með Óp-hópnum, sinfóníuhljómsveit Malmö Musikhögskolans og í óperunni Ned Rorem Robbers í Malmö.
Hún hefur einnig frumflutt verk eftir Eli Tausen á Lava, Ahmed Ali Al Ghanem, Mirza Kucukovic og Johan Stertman. Anela er suzuki píanókennari í dag við Allegro Suzukitónlistarskólann og við Tónlistarskóla Kópavogs

Birna Hallgrímsdóttir
Píanóleikari
Birna Hallgrímsdóttir lauk bakkalárgráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2006 undir handleiðslu Peter Máté og meistaraprófi frá Royal College of Music í London árið 2009 þar sem kennarar hennar voru Gordon Fergus-Thompson og Ian Jones. Síðastliðið vor lauk hún meistaraprófi í verkefnastjórnun MPM frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut viðurkenningu frá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands fyrir rannsóknarverkefni sitt sem fjallar um tengsl verkefnastjórnunar og listrænnar stjórnunar. Birna er virk í íslensku tónlistarlífi og hefur komið fram á fjölda tónleika undanfarin ár. Hún hefur leikið einleikstónleika víðsvegar um landið og komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit unga fólksins og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þá hefur Birna unnið töluvert með söngvurum og gaf út geisladiskinn Krot árið 2016 ásamt Rannveigu Káradóttur sópran. Birna er verðlaunahafi í Epta píanókeppninni á Íslandi og var valin Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2011. Á námsárunum hlaut hún Menningarstyrk Vísa, styrk frá minningarsjóði Karls Sighvatssonar og tvívegis hlaut hún styrk úr Minningarsjóði um Birgi Einarson apótekara. Birna starfar sem píanókennari við Menntaskóla í Tónlist.

Þóra Kristín Gunnarsdóttir
Píanóleikari
Þóra Kristín Gunnarsdóttir hefur komið fram á tónlistarhátíðum og tónleikum víðsvegar um Sviss og Ísland. Á Íslandi hefur hún komið fram m.a. á í Tíbrá, á Sígildum sunnudögum og Velkomin heim í Hörpu, Klassík í Vatnsmýrinni og á tónlistarhátíðinni Seiglu. Hún starfar aðallega við meðleik og kammertónlist en á árinu 2021 kom hún einnig fram sem einleikari með ZHdK Strings í Sviss og í Hörpu auk þess að taka þátt í Beethoven-tónleikaröð í Salnum í Kópavogi. Í Sviss hefur hún komið fram m.a. á tónlistarhátíðinni Chesa Planta Musiktage og á tónleikum á vegum Liedrezital Zürich. Síðastliðin fjögur sumur hefur hún verið meðleikari á masterklassnámskeiðum fyrir söngvara í Frakklandi. Þóra hóf tónlistarnám sitt á Akureyri hjá Dýrleifu Bjarnadóttur og lærði síðar hjá Peter Máté við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún lauk meistaragráðu í píanókennslu og píanóleik með samspil sem aukagrein frá tónlistarháskólanum í Luzern árið 2017. Árið 2020 lauk hún annarri meistaragráðu í kammertónlist og meðleik frá listaháskólanum í Zürich, þar sem aðalkennari hennar var píanóleikarinn Friedemann Rieger. Hún sótti þar einnig tíma í ljóðameðleik hjá m.a. Christoph Berner og kammertónlist hjá Eckart Heiligers. Hún hefur sótt masterklassnámskeið hjá m.a. Thomas Hampson, Joseph Breinl og Ewa Kupiec. Þóra starfar sem meðleikari við Menntaskóla í tónlist og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
KENNARAR 2017-2022
![]() Gróa Margrét V.Fiðlukennari | ![]() Einar Bjartur E.Píanóleikari | ![]() Þórdís Heiða K.Tónlistarsmiðja |
|---|---|---|
![]() Dan CassidyFiðlukennari | ![]() Diljá Sigursveinsd.Fiðlukennari | ![]() Lilja HjaltadóttirFiðlukennari |
![]() Greta SalómeFiðluleikari og söngkona | ![]() Sigrún Kristbjörg J.Tónlistarsmiðja | ![]() Jón SigurðssonPíanóleikari |
![]() Guðmundur P.Fiðlukennari | ![]() Guðmundur K.Fiðlukennari | ![]() Kristinn Örn K.Píanóleikari |
![]() David CutrightPíanóleikari | ![]() Dúó StemmaSkemmtun |













