Tilbrigðadeild
8.-11. júní 2023
Tilbrigðadeild Fiðlufjörs er fyrir fiðlunemendur sem eru búnir að læra fyrstu tilbrigði úr Suzuki bók 1, á lausum strengjum eða fingrum, og fyrstu fjögur lögin í bókinni. Nemandi þarf ekki að vera í Suzuki námi en best er að ræða við eigin kennara, hvaða deild henti nemendanum best.
Tilbrigðadeildin skiptist oftast í tvo hópa, einn sem er búinn að læra á lausum strengjum og annan sem kann með fingrum og næstu fjögur lögin.
Á námskeiðinu fá nemendur Tilbrigðadeildar:
-
Hóptíma og samspil
-
Einkatíma
-
Meðleikstíma (fyrir þá sem ætla spila á hádegistónleikum)
-
Tónlistarsmiðjutíma
-
Hópefli
Kennarar Tilbrigðadeildar:
Aðalheiður Matthíasdóttir
Ayisha de Sandino
Chrissie Telma Guðmundsdóttir
Helga Steinunn Torfadóttir
Jan Matthiassen
Sigrun Harðardóttir
Sólrún Gunnarsdótir
Unnur Birna Björnsdóttir
Tilbrigðadeildin hefst:
kl. 9:00 þann 8. júní í Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli.
Á hverjum degi verða tíma frá sirka kl. 9:00/10:00 - kl. 13:00/14:00.
Sumir dagar verða lengri, en nánari dagskrá kemur síðar í maí 2023.
Nemendur hafa val um að leika á hádegistónleikum Fiðlufjörs í samráði við sinn kennara.
Tilbrigðadeildin kemur einnig fram á lokatónleikum Fiðlufjörs sem verða haldnir í Menningarsalnum á Hellu þann 11.júní.







